Breytingar gjöldum vegna meðhöndlunar úrgangs hjá Tálknafjarðarhreppi
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt breytingar á Samþykkt um meðhöndlun úrgangs þar sem íbúum er gefinn kostur á að sækja um nokkrar breytingar á tunnum við hús sín.
Helstu breytingarnar eru að hægt er að sækja um sameiginleg sorpgjöld fyrir fjölbýli og parhús auk þess sem eigendur að samliggjandi eignum geta sótt um að hafa sameiginlegar sorptunnur með undirritun samnings um slíka samnýtingu og greiða sameiginlega fyrir ílátin.
Einnig er hægt að sækja um að fá minni tunnu, 120 lítra tunnu í stað 240 lítra tunnu fyrir almennt sorp og aukatunnu fyrir endurvinnslu með 20 % afslætti auk þess sem íbúar með heimajarðgerð geta sótt um að fá niðurfelld gjöld af tunnu fyrir lífrænt sorp gegn því að sýna fram á aðstöðu til heimajarðgerðar.
Allar umsóknir um þessar breytingar þurfa að berast skrifstofu Tálknafjarðarhrepps í síðasta lagi 22. janúar 2024 á netfangið hringras@talknafjordur.is eða talknafjordur@talknafjordur.is áður en vinna við álagningu fasteignagjalda hefst. Berist umsóknir eftir þann tíma verður innheimt breytingargjald kr. 4.025 af viðkomandi fasteign.
Allar fyrirspurnir um sorpmál, tilhögun þeirra, kvartanir og ábendingar skulu berast á netfangið hringras@talknafjordur.is
Gjaldskskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Tálknafjarðarhreppi 2024 má sjá hér.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir