Breyttur fundartími
Opnum félagsfundi foreldrafélags Tálknafjarðarskóla hefur verið frestað til fimmtudagsins 26. janúar, fundurinn hefst kl. 21:00 í grunnskólanum. Allir foreldrar barna í leik- og grunnskóladeild Tálknafjarðarskóla eru félagsmenn og þætti okkur í stjórninni vænt um ef þið sæuð ykkur fært að mæta.
Dagskrá:
1. Kynning á störfum stjórnar og dagskrá framundan
2. Opnar umræður um störf leik- og grunnskóla
3. Önnur mál
Ítrekum við ósk um góða þátttöku á fundinum og hlökkum til að sjá ykkur vonandi sem flest og ekki gleyma góða skapinu.
Stjórn foreldrafélagsins
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir