A A A

Deiliskipulag Norður Botn, bókun og auglýsing á niðurstöðu hreppsnefndar

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 30. september 2014 tillögu að deiliskipulagi fyrir Norður Botn.
 

Deiliskipulagið var auglýst frá 9. desember 2013 til 24. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
 

Óskað var eftir auka umsögn Fiskistofu eftir auglýsingatíma. Fiskistofa gerði athugasemd við deiliskipulagstillöguna og benti á að umsögn sérfræðings vegna mögulegra áhrifa framkvæmda á lífríkið væri ein af forsendum fyrir leyfisveitingu. Í kjölfarið var leitað til Náttúrustofu Vestfjarða sem gerði athugun á búsvæðum og seiðabúskap í Botnsá, sem birt er í skýrslu dags. ágúst 2014. Eftirfarandi köflum hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við niðurstöður athugunarinnar:

  • Kafli 1.6.5 Náttúrufar
  • Kafli 2.3 Möguleg áhrif mismunandi valkosta
  • Kafli 2.4.1 Náttúra
  • Kafli 3.8 Efnistaka
  • Skipulagstillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar og svaraði stofnunin í bréfi dags. 20. maí 2014. Í kjölfarið var umfjöllun og skilmálar í greinargerð gerðir skýrari. Breytingarnar eru eftirfarandi:
  • Kafla 1.6.3 Núverandi starfsemi er bætt inn.
  • Fjallað er um vöktun í kafla. 2.5. Jafnframt var bætt við kafla um vöktun vegna fiskeldis og efnistöku, þ.e. kafli 3.16 vöktun.
  • Fjallað er skýrar um efnismagn  og frágang náma kafla 3.8.
  • Fjallað er skýrar um frárennsli og fráveitu í kafla 3.9.
  • Fjallað er skýrar um meðhöndlun úrgangs í kafla 3.12

Frekari upplýsingar gefur skipulagsfulltrúi. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
 

Skipulagsfulltrúi  Tálknafjarðarhrepps
 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón