Endurbygging stálþils á Tálknafirði
Á Tálknafirði er nú lokið fyrri áfanga endurbyggingar á gömlu bryggjunni. Gamla stálþilið var rekið niður 1960 og er því 53 ára gamalt. Í þessari lotu var var nýtt þil rekið utan um það gamla, alls 151 m með -6 m dýpi. Viðlegan beggja vegna er um 66,0 m og gaflinn um 17 m. Verkið hófst í júní árið 2011 með kaupum á 259 tonnum af þilefni úr grunni tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík en stög og festingaefni voru innflutt frá Þýskalandi.
Í júlí 2011 var verkefnið boðið út og átti Íslenska Gámafélagið lægsta boð, 59.9 millj. kr. eða 90,6% af kostnaðaráætlun. Vinna hófst í október sama ár en frátafir urðu vegna veðurs og fyrirstöðu í botni. Verkið var svo tekið út í september síðasta haust. Þá höfðu verið reknar 120 þilplötur, fyllt í þilið alls 6500 m³, steyptur kantur með stigum og pollum um 151 m og gengið frá fríholtum. Byggt var veituhús og lagðar ídráttar lagnir fyrir vatn og rafmagn. Framkvæmdakostnaður árið 2011 var kr. 69,7 millj. kr. og árið 2012 64,4 millj. kr.
Í samráði við sveitarfélagið er ráðgert að bjóða næsta áfanga út nú á vordögum en hann felst í þekju og frágangi á lögnum.
Frétt tekin af: sigling.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir