A A A

Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks  um „Hreindýr á Vestfirði“ . Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin.

Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á hreindýr@skotvis.is   Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar.

Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón