Femínistafélagið Þjóðgerður stofnað á Patreksfirði
Á 100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna þann 19. júní sl. gerðist sá sögulegi viðburður að stofnað var Femínistafélag á Patreksfirði. Félagið hlaut nafnið Þjóðgerður eftir dóttur Hrafna-Flóka, og hefur þannig bæði tengingu við svæðið auk þess að vera sterkt og þjóðlegt.
Stofnfundur félagsins fór fram úr björtustu vonum þeirra kvenna sem fyrstar áttu hugmyndina, en á fundinn mættu 26 konur og einn karl, auk þess sem nokkrar konur sem ekki sáu sér fært að mæta þetta kvöld óskuðu eftir að verða skráðar í félagið.
Mikill áhugi og eldmóður var á fundinum og er því augljóst að konur og karlar á Patreksfirði láta sig jafnréttismál varða. Stefnt var m.a. að því að opna og efla umræðuna og baráttuna um jafnréttismál, efla fræðslu almennt um femínisma og koma jákvæðri orðræðu um femínisma út í samfélagið.
Næsti fundur er 19. júlí næstkomandi og er nú þegar búið að fá fyrsta fyrirlesarann til að halda erindi. Vilja stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar hvetja enn fleiri til að ganga í félagið, bæði konur og karla, en hægt verður á skrá sig á fundum.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir