A A A

Ferjan Baldur fjarverandi vegna viðhalds

Fjarvera ferjunnar Baldurs í ca. 10 daga vegna reglulegs viðhalds í lok september.
 

Nú er komið að því að ferjan Baldur þurfi að fá sína andlitslyftingu og nauðsynlegt viðhald á vélum og búnaði.

Af þeim ástæðum  fer skipið í 10 daga slipp í lok september og fer síðustu áætlunnarferð þriðjudaginn 25. September. Ef allt gengur samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að siglingar hefjist aftur föstudaginn  5. október samkvæmt vetraráætlun.
 

Siglingar í Flatey og önnur þjónusta í slipp stoppinu.

Gert er ráð fyrir að á slipptímabilinu verði farnar 3 ferðir í viku til og frá Flatey með póst, fólk og farangur á SÆRÚNU, auk þess sem heimild verður að framlengja Flateyjarferðina á Brjánslæk a.m.k tvisvar í viku ef nauðsyn ber til s.s. vegna skólahópa eða að öðrum hliðstæðum ástæðum. Ósk um slíkt þarf að berast fyrirfram.
 

Öllum sem nota þessar ferðir er bent á að eingöngu verur hægt að taka farangur og farm í þessar ferðir sem er viðráðanlegur á handafli í og úr skipinu.
 

Þannig að þeir sem þurfa að koma þyngri hlutum vinsamlega geri ráð fyrir að ljúka því áður en skipið fer í slipp eða geri ráð fyrir að geyma það þar til eftir að skipið kemur aftur.
 

Áætlun Særún. (Meðan Baldur er í slipp)

Þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga.

Frá Stykkishólmi             kl 15:00

Frá Flatey                           kl 18:00 Stopp 1 ¾ klst.  *

Frá Brjánslæk.  Kl. 17:00  (Ef áætlun er þangað).

(*ef fyrir liggur að engir farþegar eru fram og til baka í Flatey samdægurs er brottför frá Flatey 16:30)

 

Útgerðin vonast eftir aðþessi röskun valdi sem minnstum óþægindum fyrir viðskiptavini en endilega hafið samband til að fá nánari skýringar á meilpóst:  seatours@seatours.is eða petur@seatours.is. Einnig hægt að hringja í afgreiðsluna sími 433 2254.
 

Starfsfólk Sæferða.

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón