Fjallskil - verktaka
Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir aðila/aðilum í verktöku til að sinna fjallskilum í landi sveitarfélaganna og ábendingum sem kunna að berast um óskilafé í samræmi við ákvæði laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt.
Leitað er að öflugum aðila/aðilum sem eru líkamlega hraustir og þekkja vel til landsvæðis sveitarfélaganna.
Meginverkefni
· Sinnir fjallskilum í landi sveitarfélaganna skv. fjallskilaseðli hvers árs.
· Tekur við ábendingum um óskilafé og skipuleggur leitir.
· Kemur heimtu fé til réttra búfjáreigenda og ómörkuðu fé í slátrun.
Hæfniskröfur
· Góð þekking á svæðinu
· Reynsla af smalamennskum er kostur
· Sjálfstæði og skipulagshæfileikar
· Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
· Gilt skotvopnaleyfi
Umsóknafrestur er til og með 4. október 2019.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í baejarstjori@vesturbyggd.is eða í síma 450-2300.
Bryndís Sigurðardóttur, sveitarstjóri í sveitarstjori@talknafjordur.is eða í síma 450-2500.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir