A A A

Fjallskilaseðill og réttir 2018

Vesturbyggð og Tálknafjörður hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2018 og er hann birtur hér. Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012 sem auglýst er í B- deild Stjórnar-tíðinda.
 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.

 

Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur. Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára.

 

Hafi menn athugasemdir við seðilinn eða óski eftir aðstoð við smölun, skulu þeir hafa sambandi við formann fjallskilanefndar.

 

Fjallskilaseðill 2018 (.pdf)  

Fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur (.pdf)

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón