Fjallskilaseðill og réttir 2021
Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2021 og er hann birtur hér. Seðillinn hefur einnig verið sendur í pósti.
Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012. Lögin og samþykktina má nálgast hér fyrir neðan. Samþykktin er einnig birt í markaskránni (Vestfjarðaskrá)
Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.
Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.
Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára.
Athugasemdum við fjallskilaseðil skal beina til formanns fjallskilanefndar og skulu þær berast fyrir 6. september 2021.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir