Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir lausa stöðu
Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöðu:
Starfsmaður framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði, 75% staða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og margs konar námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.
Starfsmaður vinnur undir stjórn deildarstjóra. Starfið felst m.a. í umsjón með daglegri starfsemi deildarinnar, aðstoð við nemendur og ræstingar að lokinni kennsluviku. Viðkomandi fylgir nemendum í námsferðir til Grundarfjarðar, en þangað er farið að jafnaði einu sinni í mánuði yfir skólamánuðina.
Ráðið er í starfið frá 15. september 2012 til 15. maí 2013.
Leitað er að einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika og eru liprir í samskiptum. Einnig er mikilvægt að umsækjendur séu fljótir að tileinka sér nýjungar og séu vel tölvufærir. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is eða deildarstjóra Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur á netfangið anna@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknarfrestur er til 4.september 2012.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma 4308400/8917384 og deildarstjóri framhaldsdeildarinnar á Patreksfirð á anna@fsn eða í síma 4568400/8618484i Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir