Flugeldasýning á gamlárskvöldi
Að venju mun Björgunarsveitin Tálkni bjóða Tálknfirðingum upp á veglega flugeldasýningu á gamlárskvöldi, fimmtudaginn 31. desember. Sýningin hefst kl. 21:00 og að þessu sinni verður skotið frá steypta vellinum fyrir aftan Hópið. Fimm mínútum áður en hin eiginlega sýning hefst verður einn skoteldur settur í loftið til að minna á að sýningin sé að hefjast.
Vegna sóttvarnareglna er fólk vinsamlegast beðið um að njóta sýningarinnar frá heimilum sínum og með sinni jólakúlu. Alls ekki á að fara nær skotstað en að Hrafnadalsvegi. Vegna sóttvarnareglna verður engin áramótabrenna þetta árið.
Flugeldasala Tálkna er í húsnæði björgunarsveitarinnar við Strandgötu og er opin miðvikudaginn 30. desember milli kl. 18:00 og 21:00 og fimmtudaginn 31. desember milli kl. 12:00 og 14:00. Tálknfirðingar eru hvattir til að styðja við nauðsynlegt og óeigingjarnt starfs sveitarinnar með kaupum á skoteldum, en muna samt eftir andlitsgrímunni sem og öðrum sóttvarnarreglum þegar sölustaðurinn verður heimsóttur.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir