A A A

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar.
 

Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð, getu til að sýna frumkvæði í starfi og áhuga á að taka að sér spennandi verkefni.
 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ber ábyrgð á rekstri hennar þ.m.t. á íþróttahúsi, sundlaug og félagsheimili. Starfsmaðurinn sér um að skipuleggja það starf sem fram fer á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar, ber ábyrgð á mannauði starfseminnar og ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, félög og stofnanir sem nýta Íþróttamiðstöðina. Gert er ráð fyrir því að forstöðumaður gangi vaktir að hluta.
 

Við ákvörðun um ráðningu verður horft til eftirfarandi þátta:

  • Sjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.

  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar.

  • Rík þjónustulund.

  • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.

  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur.

  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.

  • Geta til að tileinka sér nýja færni.

  • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

  • Önnur reynsla sem nýtist í starfinu.



Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvöðun um ráðningu hefur verið tekin.
 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélags.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is.
 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. 
 

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2023.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón