Framtíðarsýn í fiskeldi
Fundir um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september. Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettvangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.
Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð undirrituðu samfélagssáttmála um fiskeldi 15. júlí 2021 sem unnið var að í samstarfi við Vestfjarðastofu. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að hagsmungæslu í fiskeldi og tengdum atvinnugreinum á Vestfjörðum með að markmiði að efla atvinnu- og mannlíf með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.
Fundirnir eru öllum opnir en vegna sóttvarnareglna er mikilvægt að skrá sig á fundina á heimasíðu Vestfjarðastofu.
20. september kl. 19:30 - Félagheimili Patreksfjarðar
Fundarstjóri – Ólafur Sveinn Jóhannesson
21. september kl. 19:30 - Edinborgarhúsinu Ísafirði
Fundarstjóri – Héðinn Unnsteinsson
Dagskrá
-
Ávarp
-
Kynning á samfélagssáttmála um fiskeldi
-
Kynning á skýrslu KPMG um greiningu á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum
-
Erindi frá Hafrannsóknarstofnun
-
Erindi frá Matvælastofnun
-
Erindi um stöðu fiskeldis á Vestfjörðum
-
Kynningar frá fyrirtækjum tengdum fiskeldi
-
Pallborðsumræður
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir