A A A

Gamlar ljósmyndir

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að fá að láni gamlar ljósmyndir frá Tálknafirði vegna fyrirhugaðar sýningar í Íþróttamiðstöðinni um sögu Tálknafjarðar.

Óskað er eftir ljósmyndum af einstaklingum, hjónum, hópum, bæjum, atvinnuháttum og bátum. Æskilegt er, en ekki nauðsynlegt, að nöfn einstaklinga og fæðingarár fylgi með myndum af fólki og eins nöfn bæja og báta.

Stafrænar myndir er hægt að senda á netfangið sagan@talknafjordur.is og ljósmyndir á pappír á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði, merkt „sagan myndir“. Einnig er hægt að koma á skrifstofu hreppsins og afhenda myndir. Æskilegt er að nöfn sendanda og heimilisfang fylgi öllum myndum sem berast í bréfpósti og verður þeim skilað samviskusamlega til eigenda eftir að búið er að afrita þær.

Ath! Áríðandi er að stafrænar myndir séu skannaðar í góðri upplausn.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón