Geisladiskurinn Ljóðaleikir til sölu í Fjölval
Út er kominn geisladiskurinn Ljóðaleikir þar sem Þórður heitinn Marteinsson - flytur m.a. kveðskap og rímur föður síns Marteins Gíslasonar. Diskurinn er endurunninn úr gömlum upptökum með Dodda og fluttur á stafrænt form og fyllir nú heilan geisladisk. Ekki er hægt að segja annað en diskurinn sé mjög áhugaverður fyrir þá sem hafa gaman af kveðskap og rímnasöng. Hann á í raun heima á hverju heimili í Vesturbyggð.
Diskurinn er til sölu í Fjölval sem gefur sölulaun sín til verkefnisins. Allur ágóði af sölu disksins mun renna til líknarmála.
Frábær afmælis eða jólagjöf til þeirra sem þekktu Dodda.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir