Göngum út – kvennafrí 2018
Tálknafjarðarhreppur hvetur foreldra til að sækja börn sín tímanlega í leikskólann á morgun, 24. október því hugsanlega mun starfsfólk leikskólans ganga út kl. 14:55. Konur í starfi hjá Tálknafjarðarhreppi munu ekki verða látnar gjalda þess í launum sínum kjósi þær að taka þátt í þessu allsherjar átaki til að jafna laun kynja og gangi út kl. 14:55
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!
Bryndís Sigurðardóttir, Sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir