A A A

Göngum út – kvennafrí 2018

Tálknafjarðarhreppur hvetur foreldra til að sækja börn sín tímanlega í leikskólann á morgun, 24. október því hugsanlega mun starfsfólk leikskólans ganga út kl. 14:55. Konur í starfi hjá Tálknafjarðarhreppi munu ekki verða látnar gjalda þess í launum sínum kjósi þær að taka þátt í þessu allsherjar átaki til að jafna laun kynja og gangi út kl. 14:55
 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!
 

Bryndís Sigurðardóttir, Sveitarstjóri

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón