Grenndarkynning auglýsing-Hrafnadalsvegur 1
Á fundi byggingar-, skipulags- og umhverfisnefndar þann 9. september 2019 samþykkti nefndin að grenndarkynna lóð og áform við Hrafnadalsveg 1.
Eftirfarandi var bókað:
"Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir umrædda lóð og leggur til að heimila grenndarkynningu skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr.123/2010. Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hrafnadalsvegar nr. 1, Strandgötu 42, 44-46 og 48-50. Kostnaður við grenndarkynningu greiðist af umsækjanda."
Áformin ganga út á að reisa 12x24 metra tjald, vestan núverandi lóðar við Hrafndalsveg 1.
Skipt verður um jarðveg undir tjaldi og núverandi jarðvegur settur upp í mön fyrir ofan og utan tjald.
Einnig verður steyptur veggur undir tjaldbrúnir. Ekki er fyrirhugað að tengja tjaldið við neinar veitur.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, er til og með 5. apríl 2021. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps eða í síma 450 2500 á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Grenndarkynningargögn:
Lóð fyrir tjald grenndarkynning (.pdf)
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir