A A A

Grunnur að góðu samfélagi, landsþing Sambands íslenskra sveitarfélga 2022

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps, í pontu á landsþinginu á Akureyri 2022.
Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps, í pontu á landsþinginu á Akureyri 2022.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram á Akureyri dagana 28. til 30. september 2022 undir yfirskriftinni Grunnur að góðu samfélagi. Á þinginu hittust fulltrúar sveitarfélaga af öllu landinu til að bera saman bækur sínar og móta stefnu sambandsins sem nýkjörin stjórn þess vinnur svo eftir á kjörtímabilinu. Á þinginu tók borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir við sem formaður sambandsins og Vestfirðingurinn Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, var kjörin í stjórn þess.

 

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, var fulltrúi Tálknafjarðarhrepps á þinginu. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, tók einnig þátt í þinginu og stýrði, ásamt Ásgerði K. Gylfadóttur frá Hornafirði, vinnu starfshóps þar sem fjallað var um stefnumótun vegna velferðar, mannréttinda og lýðræðis annars vegar og menntun og velferð barna hins vegar.

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón