Hafsjór af hugmyndum
Nýsköpunarkeppnin Hafsjór af hugmyndum er spennandi tækifæri fyrir frumkvöðla og háskólanema til að vinna að nýjum hugmyndum sem efla Vestfirskan sjávarútveg.
Fyrsta fyrirtækið sem við kynnum með myndbandi á vegum keppninnar er Oddi hf á Patreksfirði sem var stofnað 1967. Oddi hefur í áratugi framleitt úrvals saltfisk undir merkinu OPO en á síðari árum hefur áherslan verið meira á frystan og ferskan fisk til útflutnings til Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrirtækið hefur fylgst vel með tækniþróun og þróun á mörkuðum til að standast samkeppni á kröfuhörðum alþjóðamörkuðum. Aðalsmerki fyrirtækisins hefur verið hágæðaframleiðsla á fiski og hefur skapað sér sérstöðu á mörkuðum fyrir gæði.
Oddi hf gegnir mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið í Vesturbyggð sem einn af stærri atvinnurekendum bæjarins og styrkir ýmiskonar félagsstarf í sveitafélaginu.
Þetta myndband er kjörið tækifæri til að kynnast því hvað Oddi hf stendur fyrir og vonandi kveikna hugmyndir að spennandi frumkvöðla verkefnum.
Myndband Odda hf: https://www.youtube.com/watch?v=2lIfuB7Up-A&t=2s
Hér er hægt að kynna sér verkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum
Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir