A A A

Hátíðarhlaðborð Sælkerahópsins í byrjun desember

Þegar líður að hátíð ljóss og friðar birtast ýmiss teikn og vafalaust er fátt annað sem minnir meira á jólin en lokkandi ilmurinn af jólamatnum hægeldast í eldhúsinu. Sælkerahópurinn landsfrægi ætlar að koma saman sem fyrr til að þess að draga fram hátíðarandann í hátíðarhlaðborði og léttri skemmtun í Félagsheimili Patreksfjarðar 3. desember.

Aðgangurinn verður takmarkaður við 120 manns og verður þú því að bregðast skjótt við.
Þú getur skráð þig á patreksfjordur.is eða í Fjölval.

Eitt af höfuðmarkmiðum sælkerahópsin er að safna peningum til líkar- og menningarmála og mun allur hagnaður að þessu sinni renna í Líknarsjóð til aðstoðar þeim sem þurfa á frekari aðstoð að halda um hátíðarnar.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón