A A A

Haustleikferð Kómedíuleikhússins

1 af 2

Kómedíuleikhúsið verður með tvo einleiki í Dunhaga á morgun, laugardaginn 17. sept. Sýningar hefjast kl 20 og það kostar 1900kr inn. Boðið verður upp á kaffi og konfekt.
 

Kómedíuleikhúsið fer í haustleikferð um Vestfirði og Vesturland með tvö af sínum vinsælu leikverkum. Leikferðin stendur yfir dagana 9. – 24. september og verður sýnd ein sýning á dag alla dagana og það á 16 stöðum. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix sem bæði hafa fengið ferska og góða dóma áhorfenda. Leikirnir verða sýndir hver á eftir öðrum en gert verður stutt hlé á milli leikrita. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur. Nánari upplýsingar um leikverkin hér að neðan.

 

Jón Sigurðsson strákur að vestan

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson

Búningar/Leikmynd: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikstjórn: Ársæll Níelsson

 

Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjuna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekkja allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En var var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað var það sem mótaði hann og gerði að öflugum talsmanni þjóðarinnar? Í þessu verki fáum við að kynnast piltinum Jóni Sigurðssynni og æskuárum hans á Hrafnseyri. Verkið er sérstaklega samið í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.



Bjarni á Fönix

Leikari: Ársæll Níelsson

Höfundar: Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson

Leikmynd/Búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

 

Skipherrann Bjarni Þorlaugarson á skútunni Fönix háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar:c  Drap ég mann eða drap ég ekki mann.

 

Haustleikferðin hefst í Búðardal 9. september og lýkur í Súðavík 24. september en leikferðin öll verður á þennan veg:
 

9.   september föstudagur kl.20.00: Búðardalur – Leifsbúð

10. september laugardagur kl.20.00: Rif – Frystiklefinn

11. september sunnudagur kl.20.00: Grundarfjörður – Kaffi 59

12. september mánudagur kl.20.00: Drangsnes – Félagsheimilið

13. september þriðjudagur kl.20.00: Hólmavík – Kaffi Riis

14. september miðvikudagur kl.20.00: Reykhólar –  Báta og hlunnindasalurinn

15. september fimmtudagur kl.20.00: Barðaströnd – Birkimelur

16. september föstudagur kl.20.00: Patreksfjörður – Sjóræningjahúsið

17. september laugardagur kl.20.00: Tálknafjörður – Dunhagi

18. september sunnudagur kl.20.00: Bíldudalur – Vegamót

19. september mánudagur kl.20.00: Ísafjörður - Hamrar

20. september þriðjudagur: Flateyri – Vagninn

21. september miðvikudagur: Suðureyri – Talisman

22. september fimmtudagur: Þingeyri - Veitingahornið

23. september föstudagur: Bolungarvík – Félagsheimilið

24. september laugardagur: Súðavík – Melrakkasetrið

 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón