Héraðsþings HHF 2015
36.Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29.apríl s.l. Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin fyrir. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem valdir voru íþróttamenn ársins 2014 hjá sambandinu.
Nýr íþróttafulltrúi var kynntur til starfa en hann mun starfa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp auk þess að vera framkvæmdarstjóri HHF. Páll Vilhjálmsson var valinn úr hópi um 13 umsækjenda en ráðgjafafyrirtækið Attentus aðstoðaði við ráðningarferlið. Páll mun hefja störf þann 1.júní n.k.
Íþróttamenn HHF voru valdir á þinginu og var Saga Ólafsdóttir frá Íþróttafélaginu Herði (ÍH) valin frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF var Einar Jónsson frá ÍH, sundmaður HHF var Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálknafjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT var körfuknattleiksmaður HHF.
Ein umsókn barst árið 2014 í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í skák og er meðal annars Íslandsmeistari í skólaskák 2013. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann er unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari T.R. 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega skákmanni í framtíðinni.
Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir