Hertar sóttvarnaraðgerðir
Heilbrigðisráðherra hefur sett hertar reglur um sóttvarnir vegna Covid-19 og taka þær gildi laugardaginn 31. október 2020. Helstu atriði i þeim reglum eru eftirfarandi:
- Allar takmarkanir ná til landsins alls.
- 10 manna fjöldatakmörk meginregla.
- Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
- 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins.
- Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
- Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. - 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
- Íþróttir óheimilar.
- Sundlaugum lokað.
- Sviðslistir óheimilar.
- Krám og skemmtistöðum lokað.
- Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
- Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
- Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).
Að sjálfsögðu gilda þessar reglur fyrir okkur á Tálknafirði eins og annars staðar á landinu og því óhjákvæmilegt að þær muni hafa áhrif hjá okkur. Það mun gilda bæði um starfsemi sveitarfélagsins sem og almennt mannlíf. Sundlaug og íþróttahús munu loka frá og með laugardeginum 31. október n.k. Skipuleggja verður skólastarfsemi út frá þessum hertu reglum og verða nánari upplýsingar varðandi það sendar frá Tálknafjarðarskóla til foreldra og forráðamanna. Þó er rétt að taka fram að reiknað er með að skólastarf verði sem eðlilegustum hætti næsta mánudag, en skólar hafa til næsta miðvikudags til að aðlaga sig að hertum reglum. Upplýsingar um breytingar á annarri þjónustu eru í skoðun og verða betur kynntar síðar.
Nánar má lesa um hertar aðgerðir stjórnvalda hér:
Ólafur Þór Ólafsson,
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir