Hinseginhátíð sunnanverðra Vestfjarða
Öflugt teymi sjálfboðaliða vinnur nú hörðum höndum við skipulagningu hinseginhátíðar sem verður haldin á Patreksfirði 18. og 19. ágúst 2023.
Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hefst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Hægt er að taka þátt í bingóinu hvar sem er af landinu. Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK. Nánari upplýsingar um dagskrána og sölu varnings má finna á Facebook-viðburði hátíðarinnar.
Hinsegin hátíð var haldin í fyrsta skipti á svæðinu í fyrra með góðri þátttöku. Skipuleggjendur hvetja íbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir