Hreyfivika á Tálknafirði 13.-19.maí 2019
Ágætu bæjarbúar.
Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt. Klæðum okkur bara vel eftir veðri.
Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi .
Í boði verður:
-
Miðvikudaginn 15.maí kl: 19:30. Göngutúr í skógræktinni og útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39 og göngum þaðan.
-
Fimmtudaginn 16.maí kl: 19:30 Sjósund. Munið þið hvað það var gaman í fyrra 😊 Hittumst við pollinn.
-
Föstudaginn 17.maí kl: 17. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.
-
Laugardagur 18.maí kl: 13 Hjólreiðatúr út með firði. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni ef veður leyfir.
-
Sunnudagur 19.maí. kl: 11. Fjallganga. Gengið upp Álftadal. Fer eftir veðri, vindum og áhuga hvað farið er langt. Hittumst hjá Hrauni. Gott að taka með smá nesti.
Tökum þátt og höfum gaman saman.
Tálknafjarðarskóli
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir