A A A

Hvatning um þáttöku í viðhorfskönnun um fiskeldi og samgöngumál

Vestfjarðastofa vill hvetja alla til að taka þátt í viðhorfskönnuninni sem send var í pósti á alla með lögheimili á Vestfjörðum um viðhorf þeirra til fiskeldis og samgöngumála en markmiðið er að fá fram væntingar og viðhorf Vestfirðinga.
 

Sama könnun var lögð fyrir Vestfirðinga árið 2020 og hafa niðurstöður þeirrar könnunar verið nýttar í hagsmunagæslu fjórðungsins. Til að ná til sem flestra hefur verið farin sú leið að senda bréf til allra og hægt er að fara tvær leiðir til þáttöku. Fara á netslóðina sem fram kemur í bréfinu ásamt lykilorði eða að nota QR kóðann ásamt lykilorði en með þessum hætti er auðvelt að taka þátt í könnuninni.
 

Til að tryggja jafnræði íbúanna er könnunin á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Það er rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) sem sér um framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd Vestfjarðastofu.
 

Með könnuninni gefst öllum íbúum Vestfjarða einstakt tækifæri til að láta skoðun sína í ljós á þessum tveimur málaflokkum sem hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Niðurstöður verða meðal annars nýttar í stefnumótun sveitarfélaga og svæðisins alls til hagsbóta fyrir íbúana.

Hlekkur að könnuninni er: https://survey.sogolytics.com/p/vestfjardastofa
Leyniorðið er í bréfinu sem þér hefur borist.
Ef fólki vantar leyniorðið sitt þá er hægt að hafa samband í netfang
ið: rannveigg@unak.is
 

Guðrún Anna Finnbogadóttir

Verkefnastjóri Vestfjarðastofu

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón