Íþrótta- og tómstundastyrkur til lágtekjuheimila
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um íþrótta-og tómstundastyrki til lágtekjuheimila. Um er að ræða aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2006 – 2015, og búa á tekjulágum heimilum.
Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru á meðaltali lægri en 787.200 kr. Á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021.
Styrk skal greiða vegna útlags kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á haustönn 2021 og er veittur styrkur allt að 25.000 kr. Fyrir hvert barn sem hefur sama lögheimil og forráðamaður.
Allir styrkir eru greiddir fyrir 31.desember 2021.
Hægt er að sækja um styrkinn frá 29. Nóvember til 16. Desember.
Umsóknir fara í gegnum heimasíðu Vesturbyggðar og getur þú nálgast hana hér :
Hægt er að hafa samband við Guðný Lilju, Íþrótta – og tómstundafulltrúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ef einhverjar spurningar vakna.
it@vesturbyggd.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir