Íþróttamiðstöðin opnar
Mikið hefur gengið á í hjarta Tálknafjarðar, íþróttamiðstöðinni en nú er loksins komið að því að hægt verður að opna. Á morgun opnum við alla þjónustu nema heitu pottana sem þurfa meira klapp og ný tæki eftir drukknun í byrjun vikunnar. Verið er að strjúka raf- og tölvulögnum svo eftirlitskerfið virki og við höfum tröllatrú á því að það klárist í dag.
Kl. 11:00 í fyrramálið opnar Bjarnveig dyrnar með bros á vör og öllum frjálst að sprikla og baða eftir bestu getu til kl. 14:00 því nú er komin vetraropnun.
Í ljós hefur komið að lagnir höfðu gefið sig á nokkrum stöðum, stofnæð hitaveitu undir öðrum pottinum lak sem og lagnir í lagnakjallara, bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram en framundan er hönnun og fjárfesting í endurbótum lagna.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir