Körfuboltadagur fyrir krakka á Patreksfirði og æfingaferð meistaraflokks
Nú er undirbúningtímabil meistaraflokks karla að ná hámarki enda styttist óðum í fyrstu umferð Íslandsmótsins í 1. deild. Um helgina heldur leikmannahópur Vestra á Tálknafjörð og Patreksfjörð í æfingaferð þar sem strengir verða stilltir fyrir mót og æft af krafti.
Í tengslum við ferðina mun Körfuknattleiksdeild Vestra bjóða upp á Körfuboltadag fyrir alla krakka á svæðinu. Körfuboltadagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. september. Boðið verður upp á skemmtilegar körfuboltaæfingar og leiki fyrir alla áhugasama krakka. Umsjón verður í höndum Yngva Gunnlaugssonar yfirþjálfara og leikmanna meistaraflokks.
Sunnudaginn 10. september kl. 14:00 verður svo boðið upp á svokallaðan „hvítir á móti bláum“ æfingaleik í íþróttahúsinu á Patreksfirði þar sem leikmenn meistaraflokks etja kappi í tveimur liðum. Allir eru velkomnir á leikinn og vonust við til að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum fjölmenni.
Tekið af vef: vestri.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir