Kvæðamannamót á Siglufirði 3. Mars 2012
ÞjóðList og Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð standa fyrir kvæðamannamóti laugardaginn 3. mars, í samstarfi við kvæðamannafélagið Gefjunni á Akureyri og með stuðningi Menningarráðs Eyþings og Þjóðlagseturs.
Á mótinu verður þriggja klst. námskeið (2x1,5 klst) sem Bára Grímsdóttir kvæðakona sér um. Hún mun kenna okkur hefbundin kvæðalög og flutningsmáta þeirra, ásamt ýmsu öðru sem við kemur kvæðamennskunni.
Bára og maður henna Chris Foster, sem er virtur enskur þjóðlagasöngvari, eru með þjóðlagadúettinn Funa og koma beint frá því að taka þátt í þjóðtónlistarhátíð í Sviss. Þau munu halda stutta tónleika laugardaginn 3. mars kl. 16:30 á Kaffi Rauðku, þar sem við fáum að heyra nokkuð af því efni sem þau fluttu í Sviss. Hér má sjá myndband af Funa: Funi á Youtube
Hápunktur mótsins verður síðan kvöldvaka með glæsilegum kvöldverði á Kaffi Rauðku, þar sem kvæðamenn stíga á stokk, og gömludansaball í lokin.
Dagskrá kvæðamannamótsins er enn í mótun en hún verður birt hér um leið og hún er fullmótuð. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í mótinu eða hafið einhverjar spurningar varðandi það, hafið þá samband við Magnús Ólafs Hansson (magnus@atvest.is) eða Rúnu hjá kvæðamannafélaginu Rímu (runaingi@simnet.is - 869-3398)
Það eru starfandi kvæðamannafélög víða um land, fámenn og einangruð, en aðstandendur mótsins hafa fulla trú á því að ef við tökum höndum saman þá verður það til þess að efla þessa hverfandi þjóðarhefð.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir