A A A

Kveðja til Grindvíkinga

1 af 2

Hugur okkar á Tálknafirði er hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og upplifa miklar hamfarir. Við sendum þeim okkar hlýjustu kveðjur og samhug. Það er einlæg von okkar, eins og landsmanna allra, að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar Grindavíkur geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega.

 

Ljóst er að framundan er langt og strangt verkefni og því mikilvægt að taka höndum saman og reyna eftir fremsta megni að veita aðstoð. Við viljum því hvetja öll þau sem mögulega geta boðið húsnæði að skrá það hjá Rauða krossinum á skráningablað sem má finna hér.

 

Þeir íbúar Grindavíkur sem leita skjóls á Tálknafirði á meðan þetta hamfaraástand varir munu hafa sama aðgang að þjónustu og þau sem hafa lögheimili í Tálknafjarðarhreppi.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón