Kveðjur til Grindvíkinga
Fyrir hönd Tálknafjarðarhrepps og allra Tálknfirðinga sendi ég hlýjar kveðjur til Grindvíkinga í þeim hamförum sem nú ganga yfir, sem og til allra þeirra viðbragðsaðila sem vinna óeigingjarnt og ómetanlegt starf við lífshættulegar aðstæður.
Það er erfitt að finna orð sem ná að fullu lýsa þeirri hryggð og þeirri samkennd sem við öll finnum fyrir þegar við horfum upp á Grindvíkinga standa varnarlausa gagnvart miskunnarlausum ofurkröftum náttúrunnar og þeirri eyðileggingu sem þeir valda. Vonandi veitir það styrk og huggun að finna að um allt land stöndum við með þeim á þessum erfiðu tímum.
Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir