Kvennaríki í skipulagsnefnd
Skipulagsnefnd Tálknafjarðarhrepps fundaði þriðjudaginn 21. mars sl. á fundi sem telst vera númer sjö í röðinni hjá nefndinni. Á ágætum fundi fjallaði nefndin ýmislegt, svo sem nýtt aðalskipulag sem nú er í vinnslu.
Þessi fundur var þó einkum merkilegur fyrir þær sakir það voru einungis konur sem sátu sem aðalfulltrúar á honum, í fyrsta skipti sem það gerist hjá skipulagsnefnd hjá Tálknafjarðarhreppi. Vegna forfalla aðalfulltrúans Kristins Marinóssonar sat varafulltrúinn Bára Mjöll Ragnheiðardóttir fundinn ásamt þeim Lilju Magnúsdóttur, formanni, og Ingibjörgu Jónu Nóadóttur. Það var þó ekki algert kvennaríki á fundinum því varafulltrúinn Ásgeir Jónasson tók sæti við afgreiðslu eins málsins.
Í gegnum tíðina hafa karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem hafa fjallað um skipulags- og byggingamál hjá sveitarfélögum. Sem betur fer hefur það verið að breytast á síðustu árum og þessi fundur skipulagsnefndar Tálknafjarðarhrepps því tímanna tákn.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir