Kynning vegna breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi:
Aðalskipulagsbreyting, breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði.
Viðfangsefni breytingarinnar er breyting á landnotkun í þéttbýlinu á Tálknafirði og nýtt efnistökusvæði E5 í dreifbýli sem og leiðréttingar á númerum á svæðum fyrir þjónustustofnanir í þéttbýli en númer í greinargerð og uppdrætti hafa víxlast á tveimur stöðum.
Deiliskipulag íbúðarsvæði Túnahverfi
Hér er um að ræða deiliskipulag á um 11,6 ha sem afmarkast af opnu svæði við Bugatún í suðri, Lækjargötu í austri, Hrafnadalsvegi í vestri og Nátthagatúni í norðri. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði, en einnig sem svæði fyrir þjónustustofnanir (S8). Unnið er að breytingu á aðalskipulagi samtímis deiliskipulaginu þar sem verið er að breyta landnotkun á S8 og V3/A2 í íbúðarsvæði.
Megið markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
- Að nýta óbyggðar lóðir við núverandi götur innan byggðarinnar
- Að mynda nýja heilsteypta íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð.
- Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
- Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
- Að móta öruggt og einfalt gatnakerfi.
Breytingin og tillaga að deiliskipulagi verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.
Tillögurnar verða síðan auglýstar formlega í kjölfarið og gefst þá frestur til að gera athugasemdir.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir