A A A

Kynningarfundur: Sjávartengd nýsköpun

Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir kynningarfundi um námsleiðina Sjávartengd nýsköpun á Fosshótelinu á Patreksfirði fimmtudaginn 3. október milli klukkan 12 og 13.
 
Sjávartengd nýsköpun er ný námsleið hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námsleiðin er einstaklingsmiðuð og er af þeim sökum hentugt fyrir nemendur sem eru búsettir á sunnanverðum Vestfjörðum. Skipulag námsins miðast við lotunámskeið og fjarnámskeið auk þess sem nýsköpunarverkefni, sem nemendur vinna að, vegur 50% af heildar einingafjölda. Umsóknarfrestur, til að hefja nám í janúar, er til 15. október.

 

Allir sem luma á hugmyndum sem gætu fallið að námsleiðinni og/eða hafa einfaldlega áhuga á bæta við sig hagnýtu meistaranámi ættu að láta sjá sig. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs mun kynna námið og svara spurningum um námsleiðina sem og annað háskólanám og Háskólasetrið almennt.

 

Námið í sjávartengdri nýsköpun er nokkuð frábrugðið hefðbundnu námi og verður unnin námsáætlun fyrir hvern og einn nemanda, sem samanstendur af staðbundnum námskeiðum og fjarnámskeiðum, sem og nýsköpunarverkefni. Námið er hagnýtt meistaranám og er atvinnulífstengt, allt eftir verkefni viðkomandi nemanda. Sjávartengd nýsköpun er vítt skilgreind, allt frá sjávarútvegi til í ferðaþjónustu og skapandi greina. Námið er kennt í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Háskólaseturs: http://www.uwestfjords.is/sjavartengd_nyskopun/ 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón