A A A

Kynningarfundur um tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum - Bíldudal

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
 

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, og verður hún kynnt í þrígang á Vestfjörðum, á Bíldudal, Bolungarvík og Hólmavík.

Fundur á Bíldudal verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga,  miðvikudaginn 22. júní kl. 12:00 - 13:30.
 

Tillagan verður kynnt ásamt því að farið verður yfir ferli þeirrar vinnu sem nú liggur að baki. Að því loknu mun þátttakendum gefast tækifæri til að leggja fram spurningar.

Dagskrá fundar:

  • Kynning tillögu að Strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum.
  • Spurningar og umræður.

 

Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum. Heitt verður á könnunni.

 

Tillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum má nálgast hér. Nánari upplýsingar um ferlið má finna á hafskipulag.is

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón