A A A

Landsþing Powertalk International á Íslandi 2-3 maí s.l.

Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)
Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)

Powertalkdeildin Klettur á sunnanverðum Vestfjörðum var stofnuð í október 2012 og hefur því verið starfandi í 2 vetur. Það eru 12 félagar í deildinni og hefur starfið blómstað í vetur. Þetta er góður félagsskapur sem byggir upp sjálfstraust og sjálfsöryggi til þess að tjá sig og síðast en ekki síst er þetta fróðlegt og skemmtilegt. Uppskeruhátíð samtakanna er Landsþing Powertalk International á Íslandi sem haldið var á hótel Natura í Reykjavík síðustu helgi og mættu 7 Klettskonur á það. Gaman var að sjá hversu deildin var áberandi á þinginu og hafði hún mörg verkefni á því, meðal verkefna okkar voru Menningartengt atferli, Drottningar Norðursins (um býflugnarækt), veislustjórn ásamt því að ein okkar tók þátt í grobbsögukeppni og hreppti hún fyrstu verðlaun. Við snérum heim af landsþingi fullar af eldmóð, fróðleik og betur tilbúnar til þess að takast á við ný verkefni.


Á landinu eru starfandi 7 deildir og samtals eru 97 félagar í samtökunum. Powertalkdeildin Klettur er eina deildin á Vestfjörðum og viljum við hvetja fólk til þess að kynna sér samtök og markmið Powertalk á Íslandi, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.powertalk.is eða hafa samband við undirritaða.
 

Sólrún Ólafsdóttir 1.varaforseti Powertalkdeildarinnar Kletts

email: solrunol@simnet.is

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón