Laus störf hjá Tálknafjarðarhrepp
Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara Móbergi Tálknafirði
Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir starf forstöðumanns við félagsstarf aldraðra laust til umsóknar. Um spennandi mótunar- og þróunarstarf er að ræða sem býður upp á fjölbreytta framtíðarmöguleika Um 40% starf er að ræða.
Í starfinu felst m.a. að:
- Móta og skipuleggja félagsstarfið
- Fylgjast með nýjungum og innleiða þær í starfinu
- Leiðbeina fólki við handverk og félagsstarf
- Skipuleggja og sjá um innkaup
- Ábyrgð á fjármálum deildarinnar
Menntun og hæfniskröfur:
- Reynsla og hæfni sem nýtist við stjórnun og skipulag starfsins
- Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum
- Áhugi og færni í ýmisskonar handverki og félagsstarfi
- Vera tilbúin til þess að sækja námskeið og innleiða nýjungar
Starfsmaður í félagslegri heimaþjónustu á Tálknafirði.
Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir eftir starfsmanni til í heimaþjónustu á Tálknafirði. Um hlutastarf er að ræða.
Í starfinu felst aðstoð við daglegt líf
- Persónuleg aðstoð, s.s. innlit eða önnur tilfallandi aðstoð eða sérhæfðari aðstoð í samstarfi við heimahjúkrun.
- Aðstoð við heimilishald, s.s. þrif, hafa til léttar máltíðir.
- Útréttingar ýmisskonar.
Helstu kröfur til starfsmanns eru:
- Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum.
- Stundvísi.
- Samviskusemi.
- Heiðarleiki.
- Bílpróf er og aðgangur að bíl er mikill kostur.
Um laun fer skv. gildandi kjarasamningum. Ráðið verður sem fyrst í störfin. Öllum umsóknum verður svarað.
Allar frekari upplýsingar fást hjá félagsmálastjóra í síma 450 2300 eða elsa@vesturbyggd.is.
- Skrifstofa
Helstu verkefni :
- Ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og undirfyrirtækja sé rétt uppfært og afstemmt.
- Ábyrgð á gerð og útsendingu reikninga.
- Innheimta, eftirlit og tengiliður við Intrum.
- Skjalastjórnun í One system.
- Annast ljósritun og útsendingu fundargagna fyrir hreppsnefnd og aðrar nefndir eftir atvikum.
- Almenn afgreiðsla.
Starfskröfur :
- Ekki er gerð krafa um stúdentspróf en starfsmaður þarf að hafa lokið einhverju skrifstofunámi/verslunarprófi eða hafa mjög mikla reynslu á starfssviðinu.
- Góð bókhaldsþekking er skilyrði.
- Góð tölvukunnátta er skilyrði, þekking á excel töflureikni, word ritvinnslu, Outlook tölvupóstforriti og góð þekking á internetinu.
Viðkomandi þarf að vera lipur í samskiptum með þjónustulund, stundvís, reglusamur og snyrtimennska höfð í fyrirrúmi. Þá þarf viðkomandi að hafa gott vald á íslensku tal- og ritamáli, getu til þess að vinna sjálfstætt og hafa vilja til að sýna ábyrgð.
Starfshlutfall er a.m.k. 50%, laun skv. kjarasamningi FosVest og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknum skal skilað til oddvita á skrifstofu eða rafrænt á netfang oddviti@talknafjordur.is Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á talknafjordur.is .
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur var til 19.desember 2012 og er nú framlengdur til 14.janúar 2013.
Allar nánari upplýsingar veitir oddviti á skrifstofu sveitarfélagsins og/eða í síma 456-2539, gsm 863-5676 / netfang oddviti@talknafjordur.is
- Afleysing vegna fæðingarorlofs
Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tunglsins
Starfið hefur fyrst og fremst farið fram á kvöldin, en félagsmiðstöðin hefur verið opin tvö kvöld í viku; mánudaga og föstudaga. Forstöðumaður mun í samstarfi við nemendur hafa óbundnar hendur með breytingar á starfinu, með það að markmiði að efla starfið.
Ráðningartími : viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og er ráðið til loka aprílmánaðar 2013.
Starf forstöðumanns er fjölbreytt og krefjandi. Í starfinu felst m.a.
• Daglegur rekstur félagsmiðstöðvar, þ.m.t. innkaup og einfalt bókhald.
• Skipulag innra starfs í nánu samstarfi við félagsmiðstöðvarráð.
• Að stuðla að virku klúbbastarfi og stuðningi við annað félagsstarf.
• Hvetja unglinga til þátttöku og ýta undir sköpunargleði og ábyrgð þeirra.
• Fylgjast með nýjungum og þróun í starfi annarra félagsmiðstöðva og mynda tengslanet við þær.
• Skipulag og utanumhald reglulegra viðburða félagsmiðstöðvar s.s. SAMFÉS þ.m.t. fjáröflun.
Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við unglinga á Tálknafirði
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með unglingum, er drífandi og hugmyndaríkur. Reynsla er kostur.
Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til þess að fara fram á sakavottorð frá umsækjendum, eins og í öðrum störfum með börnum og unglingum.
Starfshlutfall er 20%. Um laun fer eftir gildandi kjarasamningum.
Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps í síma 456-2539 og/eða á netfangið oddviti@talknafjordur.is og hjá formanni skólanefndar Guðlaugu Björnsdóttur í síma 456-2623.
Umsóknarfrestur er til og með 14.janúar 2013.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir