Laust starf hjá Tálknafjarðarhrepp
Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tunglsins
Starfið hefur fyrst og fremst farið fram á kvöldin, en félagsmiðstöðin hefur verið opin tvö kvöld í viku; mánudaga og föstudaga. Forstöðumaður mun í samstarfi við nemendur hafa óbundnar hendur með breytingar á starfinu, með það að markmiði að efla starfið.
Ráðning er frá 1. janúar 2012 til 30. apríl 2012
Starf forstöðumanns er fjölbreytt og krefjandi. Í starfinu felst m.a.
• Daglegur rekstur félagsmiðstöðvar, þ.m.t. innkaup og einfalt bókhald.
• Skipulag innra starfs í nánu samstarfi við félagsmiðstöðvarráð.
• Að stuðla að virku klúbbastarfi og stuðningi við annað félagsstarf.
• Hvetja unglinga til þátttöku og ýta undir sköpunargleði og ábyrgð þeirra.
• Fylgjast með nýjungum og þróun í starfi annarra félagsmiðstöðva og mynda tengslanet við þær.
• Skipulag og utanumhald reglulegra viðburða félagsmiðstöðvar s.s. SAMFÉS þ.m.t. fjáröflun.
Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við unglinga á Tálknafirði
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með unglingum, er drífandi og hugmyndaríkur. Reynsla er kostur.
Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til þess að fara fram á sakavottorð frá umsækjendum, eins og í öðrum störfum með börnum og unglingum.
Starfshlutfall er 20%. Um laun fer eftir gildandi kjarasamningum.
Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps í síma 456-2539 og/eða á netfangið oddviti@talknafjordur.is og hjá formanni skólanefndar Guðlaugu Björnsdóttur í síma 456-2623.
Umsóknarfrestur er til og með 9.desember 2011.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir