A A A

Maður er manns gaman!

Góðir Tálknfirðingar og nærsveitungar

Er ekki kominn tími til að hittast og skemmta sér saman eina kvöldstund?

Björgunarsveitin Tálkni, Kvenfélagið Harpa og Ungmennafélag Tálknafjarðar

ætla að standa fyrir skemmtikvöldi í Dunhaga til fjáröflunar fyrir félögin

laugardagskvöldið 18.febrúar

Kvöldið verður með léttu vísnaþema og mottóið er:

Maður er manns gaman!

Öllum er heimilt að koma fram með skemmtiatriði,

syngja, spila á hljóðfæri, lesa ljóð, flytja vísur, frumsamdar eða eftir aðra, segja skemmtisögur eða annað sem gaman er að og vekur hlátur.

Áhugasamir skemmtikraftar geta haft samband við vísnanefndina:

Lilja Magnúsdóttir í síma 895-2947

Pálína Hermannsdóttir í síma 690-9939

Heiðar Jóhannsson í síma 895-2500

 

Verðlaun verða veitt fyrir bestu vísubotnana

Fyrsti fyrripartur:

Þrællinn kominn Þorra er

þungur reyndist vetur

 

Annar fyrripartur:

Góa heilsar guma' og snót

gleðjist allur lýður

 

...... og botnið þið nú!

Takið kvöldið frá í dagskrá heimilisins.

Mætum öll og njótum kvöldsins í góðum félagsskap.

Skemmtum okkur saman og styrkjum góð málefni.

Vísnakvöldið verður nánar auglýst í næstu viku.

 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón