Markaðsmál og almannatengsl
Námskeið í samvinnu Gústafs Gústafssonar, forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða og Fræðslumiðstöðvarinnar.
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við, eða vilja starfa við markaðssamskipti. Tilgangur námskeiðisins er að kynna þátttakendum helstu áherslur og leikreglur í markaðsmálum og almannatengslum. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.
Á námskeiðinu er leitast við að svara eftirfarandi spurningum ásamt mörgum öðrum og að auki skoða
raunveruleg dæmi:
Hvað eru markaðsmál?
Hvernig er hægt að nýta almannatengsl til að ná árangri?
Hvað eru samhæfð markaðssamskipti?
Hvaða máli skiptir ímynd?
Hvaða áhrif hefur vörumerki?
Gagnamappa innifalin í verði.
Nánari upplýsingar veitir Gústaf Gústafsson í síma 662-4156 eða í gegnum tölvupóst á netfangið gustigusta@gmail.com.
Vakin er athygli á því að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða.
Námskeiðið verður haldið í Þekkingarsetrinu Skor þann 9. febrúar frá kl. 13:00 – 17:00
Tekið er við skráningum hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 845-1224 og 490-5095 og á vef miðstöðvarinnar frmst.is.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir