A A A

Matís leggst á árarnar með heimamönnum við Breiðafjörðinn og sunnanverða Vestfirði

Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna með starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi.  Starfsmennirnir fjórir munu starfa í nánu samstarfi sín á milli og við aðra starfsmenn Matís, um allt land.

Um alllangt skeið hefur Matís litið til tækifæra á sunnanverðum Vestfjörðum enda eru þar sem  annarsstaðar í nágrenni Breiðafjarðar miklir möguleikar á aukinni verðmætasköpun tengt matvælum. Matís hefur nú ráðið tvo starfsmenn til þess að styðja við og vinna með heimamönnum að uppbyggingu á matvælaframleiðslu og tengdum atvinnuvegum á svæðinu. Starfsmennirnir eru þau Lilja Magnúsdóttir, verkefnastjóri og Hólmgeir Reynisson, sérfræðingur. Þau hafa aðstöðu í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði.

Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitastjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í.

Mikil tækifæri felast á svæðinu. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein í stöðugri þróun en auk þess liggja sóknarfæri í uppbyggingu fiskeldis og nýtingu annarra hráefna á svæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er mikil gróska í fiskeldi kröftug uppbygging á því sviði. Starfsemi Matís mun styðja við nauðsynlega rannsókna- og þróunaruppbyggingu í tengslum við fiskeldi, en horft er til þess að þjónusta við eldistengda starfsemi verði eitt helsta viðfangsefni starfsmanna Matís á svæðinu.  Þar sem stærsti kostnaðarliður fiskeldis liggur í fóðri og fóðrun er ekki hvað síst horft til þróunar er lýtur að lágmörkun fóðurkostnaðar.

Efling matvælaframleiðslu mun gegna lykilhlutverki í aukinni verðmætasköpun á sunnanverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn. Starfsfólk Matís hlakkar til að takast á við komandi verkefni með sveitarfélögunum á svæðinu, fyrirtækjum og heimamönnum öllum.

Hafa má samband við starfsmenn Matís á sunnanverðum Vestfjörðum, Lilja í síma 858-5085 og í tölvupósti liljam@matis.is og Hólmgeir í síma 867-4553 og tölvupóstur holmgeir@matis.is

Frekari upplýsingar veita Haraldur Hallgrímsson 858 5054 og Steinar B. Aðalbjörnsson 858-5111.

http://www.matis.is/um-matis/frettir/nr/3438 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón