A A A

Myndlistarnámskeið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Ásdís Sigurþórsdóttir
Ásdís Sigurþórsdóttir

Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd  og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu, athygli og smekk, örvar  ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.

Námskeiðin verða kennd í lotum, tvær helgar í nóvember og tvær í mars/apríl.
 

6.-8. nóvember Patreksfjörður

Á fyrsta námskeiðinu verður viðfangsefnið teikning, litafræði og myndbygging.
 

20.-22. nóvember Tálknafjörður 

Á seinna námskeiðinu verða unnir skulptúrar úr pappamassa, pappa og ýmsu tilfallandi í barnahópnum en meiri áhersla á tvívíð verk í hópi fullorðinna.

Nánari upplýsingar ym skipulag og fleira er að finna hér Myndlistarnámskeið bæklingur (.pdf)

Skráningareyðublað er að finna hér Skráning á myndlistarnámskeið undir: skrár og skjöl/umsóknareyðublöð

Eyðublaðið má prenta út og koma með á skrifstofu eða senda í tölvupóst til elsa@vesturbyggd.is Ekki verður tekið við skráningum í gegnum síma.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón