A A A

Nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  • Nám til stúdentsprófs
  • Almenn braut
  • Nám á starfsbraut

Hægt er að stunda nám við skólann hvort sem er í dagskóla eða dreifnámi. Flest allir áfangar sem eru kenndir við skólann henta til dreifnáms. Með dreifnámi er átt við að nemandinn getur verið í hreinu fjarnámi eða mætt í kennslustundir þegar honum hentar samkvæmt stundaskrá viðkomandi áfanga. Nemendur geta mætt í tíma hvort sem er á Patreksfirði eða í Grundarfirði. Dreifnemendur fylgja því námsmati sem er í áfanganum nema um annað sé samið við kennara.
 

Fjarmenntaskólans býður nám til stúdentsprófs með áherlsu á umhvefis- og auðlindafræði. Innritun á umhverfis- og auðlindabraut hefst snemma í júní 2012, einnig veður vefsíða verkefnisins opnuð snemma í júní    http://fjarmenntaskolinn.is .            Hægt verður að taka allt námið í fjarnámi. Að Fjarmenntaskólanum standa Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.
 

Símenntunarmiðstöð Vesturlands í samvinnu við FSN býður fjarnámið Menntastoðir frá og með næsta hausti. Menntasoðir eru einkum ætlaðar þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, hafa ekki lokið stúdentsprófi, eru á vinnumarkaði og hafa hug á námi í frumgreinadeild háskóla.
 

Öllum umsækjendum er bent á að leita til námsráðgjafa skólans um val á námi.

Nám til stúdentsprófs af bóknámsbrautum er 140 einingar. Nemendur sem hafa náð 23 ára aldri geta fengið reynslu af vinnu eða rekstri heimilis metna í stað 23 eininga (þ.e. í stað 3 eininga í lífsleikni, 8 eininga í íþróttum og 12 eininga af frjálsu vali). Þá eru eftir 117 einingar sem skiptast þannig að 87 einingar eru í brautarkjarna (þ.e. skyldufög) og  30 einingar eru kjörsvið. Kjörsvið þýðir að nemandi má velja námsgreinar eftir vissum reglum.
 

Af 30 kjörsviðseiningum mega 12 vera í námsgreinum annarra brauta en þeirrar sem nemandi útskrifast af. Þetta þýðir að fyrra nám t.d. í iðngreinum getur komið í stað 12 eininga af kjörsviði bóknámsbrauta. Í stöku tilvikum getur óformlegt nám eða reynsla úr atvinnulífi líka komið í stað 12 eininga af kjörsviði bóknámsbrauta.
 

Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og skólameistara FSN í síma 4308400.

Umsóknarfrestur er til 18. júní 2012.
 

Skólameistari FSN

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón