Námskeið í jarðgerð
Jarðgerð/Safnhaugagerð og sorpflokkun Patreksfjörður
Í sorpi eru fólgin verðmæti sem mikilvægt er endurnýta. Á námskeiðinu verður fjallað um sorpflokkun og undirstöðuatriði jarðgerðar/safnhauga-gerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Hringrásaferli næringarefna og orku verða skoðuð. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækta. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.
Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar/safnhaugagerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Námskeiðið er opið öllum og engrar undirstöðuþekkingar er krafist.
Námskeiðið er frítt fyrir íbúa Vesturbyggaðar og Tálknafjarðarhrhrepps og ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.
Athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðið annað hvort á heimasíðu fræðslumiðstöðvar frmst.is eða í síma 456-5025.
Kennari: Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða Patreksfirði - Skor
Fjöldi kennslustunda: 7
Kennt sunnudaginn 14. apríl kl. 13:00 - 18:00.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir