Námskeið um þáttöku í sveitarstjórn
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur standa saman að námskeiði um hvað felst í þátttöku í sveitastjórn. Námskeiðið verður haldið að Félagsheimili Patreksfjarðar, 8.nóvember frá kl. 17:30 til 21:30.
Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík segja ykkur frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir kennir ykkur hvernig maður kemur skoðunum sínum á framfæri. Stutt og gagnlegt fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu.
Dagskrá:
Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.
Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 18:00 Sveitarstjórn, mín leið til að hafa áhrif? - Ráðrík ehf.
Kl. 18:30 Léttur kvöldverður á staðnum
Kl. 19:00 ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“ - Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 20:00 Hvernig virkar þetta? - Ráðrík ehf.
Kl. 20:20 Þetta er gefandi og skemmtilegt! - Kristín Ágústa Ólafsdóttir og Ráðrík ehf.
Kl. 21:30 Fundarlok.
FRÍTT ! Athugið námskeiðið og kvöldverður er í boði sveitarfélaganna.
Allir hvattir til að mæta, stutt og mjög gagnlegt námskeið fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga.
Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfagið gerdur@vesturbyggd.is eða hringja í 450-2309.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir