A A A

Ný skólastefna Tálknafjarðarhrepps

Skólastefna Tálknafjarðarhrepps var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í október 2020 og hafði áður verið staðfest af Fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Stefnan er afrakstur vinnu nemenda, foreldra, starfsfólks Tálknafjarðarskóla, sveitarstjórnarfulltrúa og íbúa Tálknafjarðarhrepps undir handleiðslu Tröppu skólaþjónustu. Stefnan verður höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfi á vegum sveitarfélagsins.Leiðarljósið í hinni nýju stefnu er að hafa krefjandi og skemmtilegt skólastarf sem ræktar mannkosti með áherslu á hið jákvæða og tengir saman hug og hönd í samvinnu við íbúa.
 

Einkunnarorð og um leið gildi hinnar nýju stefnu eru:

Jákvæðni – Samvinna – Skemmtun – Þrautseigja

 

Sjá skólastefnuna á heimasíðu skólans.

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón