Ögmundur vill kanna allar mögulegar láglendisleiðir nema um Teigskóg
Ögmundur Jónassson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vildi láta kanna allar mögulegar láglendisleiðir í gegnum Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu, nema leiðina um Teigskóg, sem hann sagði út úr kortinu. Ögmundur sagði að menn ættu að ,,losa um þráhyggjuskrúfuna í sálartetrinu" og afskrifa bæði hálsaleiðina, sem hann lagði til fyrir nokkrum vikum síðan og leiðina um Teigskóg, sem deilur hafa staðið um í áravís. Ögmundur nefndi í staðinn möguleg göng undir Hjallaháls og þveranir yfir Þorskafjörð, með eða án sjávarfallavirkjunar.
Það var Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit á Alþingi í gær og spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hvað nú tæki við, eftir að heimamenn hafa allir í kór hafnað tillögu hans um að leggja nýjan veg um hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Umræðurnar á Alþingi má finna á vefnum og frétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöld.
Frétt tekin af skutull.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir