Ólafur Þór ráðinn sveitarstjóri á Tálknafirði
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti í gær að ráða Ólaf Þór Ólafsson sem sveitarstjóra. Hann mun koma til starfa í lok mars og er ráðinn til loka núverandi kjörtímabils eða út júní 2022.
Ólafur Þór er 47 ára stjórnsýslufræðingur, kennari og tónlistarmaður sem á ættir að rekja til sunnanverðra Vestfjarða. Hann er með áralanga og fjölbreytta reynslu af starfi og stjórnsýslu sveitarfélaga, var fyrst kjörinn bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ árið 2002 og var forseti bæjarstjórnar þess sveitarfélags 2010 til 2018. Hann hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, var formaður þess um tíma og hefur verið formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja frá upphafi. Frá árinu 2018 hefur hann verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Ólafur Þór átti um tíma sæti í stjórn Isavia og situr nú í stjórn Atvinnuþróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Að auki hefur hann komið að ýmsum trúnaðarstörfum í samstarfi sveitarfélaga bæði á lands- og svæðisvísu. Þá hefur hann starfað sem stjórnandi hjá Sandgerðisbæ, Hafnarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Vogum og var í nokkur ár forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Ólafur Þór mun láta af trúnaðarstörfum á vegum Suðurnesjabæjar þegar hann kemur til starfa á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir ánægju með að fá svo reyndan sveitarstjórnarmann til liðs við sig og væntir mikils af störfum Ólafs Þórs.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir